144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[17:17]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég sé í sjálfu sér ekki neina sérstaka ástæðu til að standa með öðrum hætti að skipun ráðgjafarnefndarinnar en lagt var upp með að ætti við um stjórn Bankasýslunnar. Ef menn eru með einhverjar hugmyndir í þessu efni er sjálfsagt að hlusta eftir því en hérna er bara nákvæmlega sama fyrirkomulag og hefur gilt fram til þessa varðandi stjórn Bankasýslunnar. Ég sé fyrir mér að ráðgjafarnefndin er í raun að taka við hlutverki hennar.

Varðandi það að varðveita þekkingu, já, þá kemur að sjálfsögðu mjög vel til greina að horfa til þeirrar þekkingar sem hefur safnast í stofnuninni. Þá kæmi eftir atvikum til greina að sú þekking mundi nýtast í störfum ráðgjafarnefndarinnar.

Varðandi það hvort við ætlum að sóa söluandvirði Landsbankans, nei, þá ætlum við ekki að gera það. [Hlátur í þingsal.]