144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:56]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Úr því að hv. þm. Össur Skarphéðinsson kom hér upp og leiðrétti bókartitil sinn þá væri besta nafnið á bókina líklega Drekinn, því að við vitum alveg hvernig Samfylkingin fór út úr síðustu kosningum og það er oft sagt um þann sem er rekinn að hann sé ekki „rekinn“ heldur „drekinn“.

Ég er komin hingað upp (Gripið fram í.) til þess að lýsa furðu minni. Ég leysti stundum af á þingflokksformannafundi á síðasta kjörtímabili þegar ég var ritari þingflokksins. Mér finnst umræður hér í þetta sinn vera umræður sem eiga að fara fram á fundi þingflokksformanna með forseta því að kallað er eftir dagskrá þingsins, ég veit ekki betur en að það hafi verið fullmannað á þingflokksformannafundinum í dag, og þetta virðist einhvern veginn vera framhald af þeirri umræðu. Þetta er afar skrýtið.