144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[17:03]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég geri alvarlegar athugasemdir við að þetta mikla deilumál verði sett á dagskrá þingsins á svo viðkvæmum tímum. Ég vil spyrja forseta hvort það hafi verið rétt skilið hjá mér að formaður þingflokks framsóknarmanna sjái ekkert athugavert við að setja á dagskrá eitt mesta deilumál samfélagsins, um auðlindanýtinguna um rammaáætlun, þegar allt logar á vinnumarkaði. Eigum við þá að kynda undir bálinu? Eigum við ekki frekar að setjast niður og ræða málin og reyna að finna sáttar- og sameiningarflöt? Getur verið að formanni þingflokks Framsóknar finnist þetta bara allt í góðu (Forseti hringir.) lagi?