144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:01]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er hárrétt athugað hjá hv. þm. Páli Jóhanni Pálssyni, okkur hefur auðvitað orðið á stórkostleg yfirsjón hér í þinginu. Það er auðvitað fullkomlega óviðeigandi að þingið sitji hér og þrasi þegar þjóðin ætlar að sameinast fyrir framan Eurovision í kvöld og engin ástæða til að halda þessum þarflausu umræðum áfram meðan á því stendur að minnsta kosti, þó að það geti verið ástæða til að taka upp umræður að þeim þjóðarviðburði loknum og kannski full ástæða til þess. En þá væri auðvitað þarflegra að reyna að ræða einhver málefni sem menn geta staðið saman um og horfa til framfara og geta stuðlað að friði og sátt í samfélaginu í staðinn fyrir að halda þessu rugli áfram.