144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:21]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég segi nei við kvöldfundi. Nú kemur alltaf skýrar og skýrar í ljós að valdníðsla er á ferð í boði hv. formanns atvinnuveganefndar, Jóns Gunnarssonar. Þetta þarf þjóðin að horfa upp á og við sem vinnum hér á Alþingi þurfum að undirgangast þessa valdníðslu og hroka. Þetta er dapurlegt. Er ástandið orðið þannig á hv. Alþingi að einhver utanaðkomandi þurfi að koma að til að brjóta þetta ástand upp? Þurfum við að fá ríkissáttasemjara til að brjóta ástandið upp? Eg bara spyr. Eða aðalritara Sameinuðu þjóðanna? (Gripið fram í.)

Þetta er orðið grafalvarlegt og er ekki hægt að líða. Og við erum ekkert að gefast upp, þingmenn stjórnarandstöðunnar. (Forseti hringir.) Það rennur í okkur blóðið og við gefumst ekki upp þegar á að eyðileggja íslenska náttúru.