144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ósk um fund forseta með þingflokksformönnum.

[14:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég óska eftir því að gert verði hlé á þessum fundi og forseti finni leiðir til þess að koma hér á sáttum. Það sér hver maður að þetta ástand í þinginu gengur ekki. Ein sáttaleið gæti verið að taka þau mál sem liggja fyrir í þinginu eða eru á leið inn í þingið og athuga hvort það sé eitthvað þar sem er meira virði að taka á dagskrá en það sem við erum að ræða hér og horfa líka aðeins út fyrir húsið, skoða hvað er að gerast þar. Nú blasir við að möguleiki er á fjölmennasta verkfalli í Íslandssögunni á næstu dögum. Ég bið forseta að skoða þessa leið, athuga hvort ekki sé hugsanlegt að eitthvað sé öllum hér inni meira virði að ræða en akkúrat það sem er nú á dagskrá.