144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:03]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður svarar því ekki og skil ég það vel. Ég spyr hann enn og aftur: Er hv. þingmaður búinn að henda þeim mikilvægu gögnum sem unnin voru í 2. áfanga rammaáætlunar? Er það orðið marklaust plagg sem meiri hluti atvinnuveganefndar styðst við?

Mig langar líka að spyrja hv. þingmann. Hann vitnaði í það í ræðunni að vegna viðbótarupplýsinga hefðu sex kostir verið færðir í bið og hlutfalli raskað á milli jarðvarma og vatnsfalls. Í umsögnum hefur margítrekað komið fram að þær upplýsingar um laxastofnana í Þjórsá eigi við í umhverfismati framkvæmda, sem er næsta ferli á eftir rammaáætlun 2, umhverfismat framkvæmda er næst á eftir því ferli. Er hann ekki sammála því?