144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Verk hæstv. menntamálaráðherra bæta ekki úr skák. Við fáum vonandi tíma til að tala eitthvað við hann á morgun um þau verk sem hann er að vinna á framhaldsskólakerfinu. Síðan talar hann alltaf í aðra átt. Hann segir til dæmis núna að það standi ekki til að sameina neina skóla úti á landi en á hinn bóginn er fólki úti á landi sagt að það eigi að vera ein kennitala og ein fjárlög. Er það ekki að sameina skóla? Hvað er það annað?

Virðulegi forseti. Það er orðið mjög áríðandi að hnúturinn sem er á þingstörfunum verði leystur eða það verði einfaldlega höggvið á hann þannig að hægt sé að sinna þeim störfum sem á að gera hér.