144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:26]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að áhugasamir þingmenn hafi náð að horfa á íslenska framlagið í Eurovision. Ég vil jafnframt hvetja þingmenn til að halda áfram umræðu um rammann svo að við getum tekið önnur mál fyrir, menntamál og atvinnuástandið í þjóðfélaginu, en til þess að svo verði þurfum við að klára þetta mál. (Gripið fram í: Af hverju?) Jafnframt hvet ég (Gripið fram í: Af hverju?) þingmenn til að … (Gripið fram í: … að klára.) Við skulum reyna að hafa þetta eins og Eurovision, fyrst fólk hefur svona mikinn áhuga á Eurovision. Klárum málið svo að hægt sé að greiða atkvæði um það. Þannig klárast málið. Þá getum við farið að snúa okkur að öðru. Klárum eitthvert mál. Við getum ekki ætlast til þess (Gripið fram í.) að allt ráðherragengið verði kallað út til að hlusta á þingmenn ræða um fundarstjórn forseta.