144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:28]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, og um það snýst deilan hér síðustu daga. Getum við yfir höfuð samþykkt að svona breytingar séu gerðar á máli? Ég tel að sýnt hafi verið fram á með ansi góðum rökum, af þeim sem talsverða reynslu hafa af því að vinna með þingmál, að svo sé ekki hægt. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að hafa í huga að þessi tillaga var lögð fram á milli umræðna — þetta er bara endanleg niðurstaða, það á að taka endanlega ákvörðun í þessari umræðu. Það er auðvitað ekki hægt að demba svona tillögum inn í þingið, ræða þær og greiða atkvæði og svo bara búið, bless. Nei, þetta gengur ekki.