144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:23]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni góða ræðu og ljóðræna.

Mig langaði til að — (Gripið fram í.) já, að fá fleiri ljóð frá hv. þingmanni? Það bíður kannski betri tíma. Mig langar til að spyrja, af því að hv. þingmaður kemur úr kjördæmi þar sem er ein stærsta og nýjasta virkjun landsmanna, Kárahnjúkavirkjun, sem um var flutt sérstakt og sjálfstætt mál hér á þinginu og menn höfðu fyrir framan sig í hvað sú orka átti að fara. Hefur hv. þingmaður orðið þess áskynja í þeirri umræðu sem hér hefur farið fram hver tímarammi framkvæmda er gagnvart þeim virkjunarkostum sem hér liggja fyrir; í hvaða röð á að vinna þær, hver er þörfin, hvert á orkan að fara? Er það ekki (Forseti hringir.) að mati þingmannsins nauðsynlegur grunnur til að taka ákvarðanir á? Eða er (Forseti hringir.) eins fyrir hv. þingmanni komið og mér, að ég hef ekki fengið þær upplýsingar?