144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:51]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það þarf engan leyndarheila til að sjá í gegnum þetta munstur hér og hvaða klækjum er beitt. Við þurfum ekki að fara í neinar grafgötur með það. Það er kallaður fram ákveðinn tími og það er farið í fundarstjórn forseta. Hér hef ég setið og beðið eftir því að fá að hlusta til dæmis á ræðu hv. þm. Róberts Marshalls sem ég veit að hefur margt gott til málanna að leggja, líkt og margir hv. þingmenn í dag sem ég hef hlustað á af athygli. Ég vona innilega að við fáum að hlusta á ræðu hv. þingmanns.