144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:51]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. „Ef að sé og ef að mundi.“ Ég er að fara í ræðu á eftir ef forseti ætlar að halda áfram dagskrá þrátt fyrir hávær mótmæli þingmanna. Ég verð bara að segja, hæstv. forseti, að mér er gert að ræða mál sem er til umfjöllunar á morgun í atvinnuveganefnd til að reyna að breyta því. Við höfum lýst því yfir að við munum ekki hleypa þessari breytingartillögu í gegn, þeirri lögleysu sem hún er.

Hér eru nokkur mál sem þarf kannski að afgreiða. Svo er hægt að fresta þingi og kalla okkur saman ef stór mál krefjast þess. Ég held að það væri ekkert vandamál að halda sig við þessa starfsáætlun ef skynsemi fengi einu sinni að ráða hjá hæstv. ríkisstjórn.