144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:17]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er auðvitað rétt að það er ekki hægt að átta sig miðað við þessa tillögu á því hverjir munu fara verst út úr málunum. Það sem maður ímyndar sér samt er að þeir hópar sem hv. þingmaður nefnir geti eiginlega ekki verið verr staddir en þeir eru núna. Það er eiginlega ekki hægt að draga meira úr velferðarþjónustunni en þegar er orðið fyrir þá í þessum hópum sem eru verst staddir.

Í þeim samfélögum sem þessi áætlun dregur Ísland niður til hafa á undanförnum 10–20 árum millitekjuhóparnir klofnað, millitekjuhóparnir sem þurfa á hinu sterka velferðarkerfi að halda. Unga fólkið, fólk sem þarf að reiða sig á margvíslegar tekjur og (Forseti hringir.) margvíslegan stuðning, hefur farið niður úr öllu valdi og það er það fólk sem nú er í pólitískri óvissu og er í netum hjá ýmsum falangistum og frontpopúlarflokkum.