144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:00]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi síðasta þáttinn þá hef ég annaðhvort ekki talað nógu skýrt eða hv. þingmaður ekki tekið nægilega vel eftir. Ég var að vísa til þess að mér þættu umræðurnar stundum — á því eru mjög heiðarlegar undantekningar, ég ætla ekkert að leggja mat á það hvert hlutfallið er í þeim efnum — vera um form í staðinn fyrir efni.

Ástæðan fyrir því að ég vitnaði í ræðu hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar, og það er maður sem allir vita að ég er afskaplega ósammála, var sú að hann fór mjög efnislega yfir málið. Það fannst mér góður útgangspunktur til að ræða.

Nú er ég algjörlega ósammála hv. þingmanni, ég hefði talið best að við ræddum þetta á þeim nótum í staðinn fyrir að ræða um formið. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. En ég geri engar athugasemdir við að við ræðum um ríkisfjármálin í bráð og lengd, langur vegur frá. Ef við værum að ræða það þannig þá held ég að það væri bæði gagnlegt og mikilvægt.