144. löggjafarþing — 131. fundur,  15. júní 2015.

samkeppni um menntað vinnuafl.

[15:25]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Það var eins og mig grunaði, það átti að fara um víðan völl í þessari umræðu. Hef ég áhyggjur af því að — [Kliður í þingsal.]

Virðulegi forseti. Í þingsal er mikil ókyrrð og menn þola misvel þegar komið er inn í umræðuna með sjónarmið sem eru ekki stjórnarandstöðunni að skapi. Það er spurning hvort stjórnarandstaðan vilji kannski frekar ræða um einhver önnur mál eða ræða fundarstjórn forseta — eða gefa manni tækifæri til að bregðast við fyrirspurn. (Gripið fram í.)

Ég sé á andlitum í þingsal að það er enginn áhugi á svari við spurningu. [Kliður í þingsal.] (Gripið fram í: Hrokagikkur.)