144. löggjafarþing — 131. fundur,  15. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[15:42]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Breytingartillaga nr. 863 sem ég lagði fram við þetta mál hefur verið kölluð aftur. Hún er samhljóða frumvarpi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrisvar sinnum lagt fram í meiri hluta og aldrei náð að klára svo ég ætlaði að gefa þeim tækifæri til að klára það í þetta skiptið. Það er svona friðhelgi einkalífsins-vinkill á þessu. Ég sá bara ekki hinn sterka upplýsingaréttarvinkil sem kom síðar, mikið ákall frá Pírötum um að upplýsingaréttur, sem er eitt af grunngildum Pírata eins og friðhelgi einkalífsins, væri það sterkur. Við áttum umræðu um þetta mál en ekki er búið að fá botn í það og grunnstefna Pírata heimilar mér ekki að vera freki kallinn. (Gripið fram í.) Ég verð að draga tillöguna til baka þangað til Píratar eru búnir að landa því máli, þ.e. hvort vegur þyngra hvað þetta varðar; friðhelgi einkalífsins eða upplýsingaréttur.