144. löggjafarþing — 136. fundur,  24. júní 2015.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

800. mál
[17:20]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er búinn að vera hérna síðan 2003 og þar áður kom ég sem varaþingmaður inn á þing og mjög oft er vísað í orð manns í ræðu og maður hefur þá tækifæri til þess að koma seinna og að ræða það.

Virðulegi forseti. Ég hef tekið skýrt fram, þótt ég viðurkenni að ég fari alveg út á ystu nöf í þessum lið, alveg út á brún, að það sem ég vísaði í varðandi hv. þingmenn Bjartrar framtíðar ætla ég að ræða á eftir og ég er á mælendaskrá. Hér eru þrír hv. þingmenn Bjartrar framtíðar og þeir geta allir komið í andsvör við mig, þeir geta farið á mælendaskrá. Það er því ekki eins og ég hafi verið að ræða um hv. þingmenn sem eru fjarstaddir, það er langur vegur frá. Ég hvet hv. þingmenn til þess að fara eftir þingsköpum, setja sig á mælendaskrá eða fara í andsvör við mig þegar ég fer í ræðuna á eftir.