144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

framleiðsla, verðlagning og sala búvöru o.fl.

694. mál
[13:04]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Þórunn Egilsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Já, það komu fjöldamargir gestir fyrir nefndina, eins og fram kemur í nefndarálitinu. Ástæðan fyrir þessari tillögu eru dómar sem féllu nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að ráðherra hafi val um hvorri aðferð 3. mgr. 65. gr. sé beitt, þ.e. hvort hlutkesti sé varpað eða tilboða leitað, feli í sér að hann hafi ákvörðunarvald um hvort skattur sé lagður á eða ekki. Þarna kemur það fram. Meiri hlutinn leggur áherslu á þetta.