144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[13:44]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek eftir því að hér á dagskránni kemur fram að það eru tvö framhaldsnefndarálit og mælt hefur verið fyrir framhaldsnefndaráliti minni hlutans. Ég spyr hæstv. forseta hvort það sé virkilega svo að ekki eigi að mæla fyrir framhaldsnefndaráliti meiri hlutans. Á sínum tíma vorum við í miklum umræðum þar sem við bentum á að forsendur áætlunarinnar væru brostnar. Hæstv. fjármálaráðherra féllst á að það væri að minnsta kosti rétt í stöðunni að hann kæmi til fundar við fjárlaganefnd og ræddi stöðuna. Það gerði hann svikalaust. Hv. þingmaður hefur í ræðunni á undan lýst niðurstöðu minni hlutans, en það liggur fyrir samkvæmt prentaðri dagskrá sem dreift var að það er framhaldsnefndarálit meiri hluta líka og ég spyr nú: Á ekki að mæla fyrir því?