144. löggjafarþing — 141. fundur,  1. júlí 2015.

almannatryggingar.

322. mál
[14:11]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Minni hluti velferðarnefndar gerði tvær athugasemdir við frumvarpið. Annars vegar varðandi það að ráðherra væri í sjálfsvald sett hvar Tryggingastofnun Íslands væri staðsett, en sú breyting var dregin til baka af meiri hluta velferðarnefndar og er það vel. Hins vegar varðandi það að eina efnisbreytingin á réttindum fólks í frumvarpinu sé sú að draga úr réttindum fanga. Það er breyting sem minni hluti nefndarinnar getur ekki sætt sig við og við munum því ekki styðja málið.