145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[15:43]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Nú er það þannig að þegar bjórinn var leyfður jókst náttúrlega neysla á áfengi að vissu marki, en neysla á sterkum drykkjum dróst líka saman, ekki satt? Ég veit það alla vega að þegar ég mátti ekki kaupa áfengi löglega var fýsilegra að kaupa bara sterkt áfengi, því að það kemst í eina flösku, vodki eða romm eða eitthvað því um líkt, landi eða spíri sem er hægt að kaupa af ýmsum sölumönnum vítt og breitt um landið undir borðið og ég veit ekki hvað og hvað. Er þá ekki heilbrigðara að vera með betra aðgengi að léttu víni frekar en sterku víni? Er þetta sterka vín ekki í raun og veru svolítið banabein þegar kemur að áfengisdrykkju? Því að þessi léttu vín, bjór, getur verið mjög veikur. Í sumum löndum, t.d. Þýskalandi og Póllandi, svo ég nefni nú ekki Rússland, er bjór ekki endilega flokkaður sem áfengur drykkur af því að alkóhólprósentan er svo lág.