145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:22]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem mér hefur fundist kannski dapurlegast við þessa umræðu, ég vil ekki nota orðið grátbroslegt, er þegar málsvarar þessa frumvarps telja sig vera sérstaka boðbera framtíðarinnar, að við stefnum inn í framfarasinnaða framtíð með þessum breytingum. Ég held að það sé alls ekki. Ég held að það eigi við bæði um tóbakið og áfengið að samfélögin komi til með að fylgja aðhaldssamari og meira skaðaminnkandi stefnu á þessum sviðum en þau hafa gert hingað til. Þá horfi ég vestur um haf til Bandaríkjanna og þá ekki síst hvað varðar tóbakið en líka áfengið í ýmsum ríkjum þar og ég horfi til Evrópu. Ég er að horfa til umræðu sem nú fer fram, (Forseti hringir.) t.d. innan Evrópusambandsins, um leiðir til þess að draga úr (Forseti hringir.) vímuefnaneyslu, þar á meðal neyslu á áfengi.