145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:56]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hefði gaman af því að hafa hæstv. heilbrigðisráðherra hér til að ræða þetta mál við okkur. Ég ætla þó að sleppa því að leggja fram þá kröfu hér og nú að hann komi hingað.

Mig langar hins vegar líka að biðja hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans um að taka ríkari þátt í umræðunni. Margir þeirra hafa gert það en helst þó þeir sem verið hafa á móti málinu. Ég sakna þess að ekki sé meiri umræða um mál eins og þessi. Nú er kjörið tækifæri til að þingmenn beiti Alþingi í þessu máli og Alþingi á að vera samræðuvettvangur þar sem rökræðan ræður förinni. Það er mögulegt í málum sem þessu sem klýfur flokka jafnvel án þess að flokksaga sé beitt. Það er fallegt. Það er tækifæri til að rökræða og ég sakna þess að hafa ekki fleiri óbreytta þingmenn í umræðunni. Við gætum stjórnað hér sem þing. Ég fer kannski nánar út í það hvernig við getum bætt braginn þegar ég hef meiri tíma, en ég óska eftir fleiri þingmönnum.