145. löggjafarþing — 38. fundur,  23. nóv. 2015.

atgervisflótti ungs fólks.

[15:36]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Það er náttúrlega rétt að margir erlendir ríkisborgarar vilja endilega koma og búa hér. Okkur greinir svolítið á um það hvort um sé að ræða efnahagslegan flótta. Það er bara gott mál að eiga fjölbreytt samfélag, þá búum við kannski við meiri jöfnuð í samfélaginu.

Fyrir mitt leyti, og nú er ég jafnvel ein af þessu unga fólki sem hefur flúið land og komið aftur og það þurfti eitt stykki alþingisstöðu í raun og veru til til þess að koma aftur, þá finnst mér þetta vera svolítið spurning um stjórnarfarslegan flótta. Það virðist vera kerfislæg spilling og kafkaískar aðferðir þegar kemur að því að díla við öll íslensku kerfin. Fólk nennir þessu ekki lengur. Selja hvaða hús? Ungt fólk á mínum aldri á engin hús. Það hefur lítið milli handanna hvort eð er. (Forseti hringir.) Það vill kannski frekar og getur frekar fundið sér framtíð erlendis (Forseti hringir.) en hérlendis.