145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:46]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það sem mig langar að spyrja hv. þingmenn Þorstein Sæmundsson eða Vilhjálm Bjarnason eða hv. þm. og formann nefndarinnar, er: Hvað sagði ASÍ sem er umsagnaraðili um málið og sendi mjög góða umsögn um málið og lætur sig þetta varða eins og ýmislegt annað meðal okkar minnstu bræðra og systra? Hvað sögðu fulltrúar ASÍ um málið á fundinum? Getur hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson, af því að hann tekur oft þátt í umræðunni um fundarstjórn forseta, þessar mínútur sem okkur er skaffað, liðkað til við þingstörfin með því að koma hér á eftir mér og segja okkur þingmönnum frá hvað Alþýðusamband Íslands sagði á fundinum?

Virðulegi forseti. Ég skal stytta það að hv. þingmaður komi hér í ræðustól vegna þess að fulltrúar ASÍ fengu ekki að koma á fundinn og voru aldrei kallaðir fyrir. Hér hefur hv. þm. Össur Skarphéðinsson, meðlimur í utanríkismálanefnd, lýst því hvernig þeir vildu koma (Forseti hringir.) til móts við meiri hlutann með tvo fundi og fundi eftir helgi, fyrir utan þann skandal sem það er að hafa (Forseti hringir.) haldið þennan fund á umræddum föstudegi þegar (Forseti hringir.) stóra ráðstefnan var í Hörpu um loftslagsmál og fleira, sem er okkur mikill sómi. Að halda(Forseti hringir.) fund utanríkismálanefndar á sama tíma er auðvitað hneyksli.