145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég legg til að við gerum hlé á þessum fundi þar til hæstv. utanríkisráðherra kemur. Ég held að forseta sé það ljóst, eins og okkur hinum, að þessi umræða getur ekki gengið áfram nema hæstv. utanríkisráðherra sé viðstaddur. Ég tek líka undir athugasemdir annarra ræðumanna undir þessum lið sem kvarta undan því að hv. þingmenn sem samþykktu kvöldfund séu ekki í salnum. Til hvers í ósköpunum var verið að boða til þessa kvöldfundar ef ekki átti að reyna að ná lendingu í málinu og klára það? Það verður ekki klárað, herra forseti, nema með þátttöku hæstv. utanríkisráðherra. Ég held að það sé nokkuð ljóst. Það þarf að finna lausn á málinu og hann þarf að koma í salinn til að ræða við okkur um hvernig á að lenda því.