145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Varðandi fjármögnun heilbrigðiskerfisins þá var minnst á sykurskattinn. Þegar hann var tekinn af var nefnt að hann væri ekki neyslustýrandi, eins og það væri aðalmálið. Auðvitað er honum ekki ætlað að minnka neyslu heldur að greiða fyrir þau heilbrigðisáhrif sem sykurneyslan hefur. Það væri jafnvel sniðugt að útfæra það frekar sem gjald sem væri eyrnamerkt heilbrigðiskerfinu í stað þess að það fari í samneysluna.

Síðan varðandi háskólana. Nefndir eru opinberir styrkir. Háskólar og rannsóknarverkefni eru víðast hvar fjármögnuð af opinberum styrkjum, meira að segja í Bandaríkjunum. Talað er um hér að við verðum aðeins frjálsari í þessu efni, efla nýsköpun og svoleiðis, en við þurfum að huga vel að því hérna inni að styrkja þarf rannsóknarstarf háskóla af því að það (Forseti hringir.) hefur virkað best.