145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:04]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér líst ekki alveg á hvernig á þessu er haldið hérna þegar menn segjast tilbúnir að semja við stjórnarandstöðuna um að ljúka málinu. (Gripið fram í.) Ég tek undir með hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur, þetta er stærsta málið sem við ræðum á þingi, það verður ekki stærra. (Gripið fram í.) Hér eru meðal annarra hv. þm. Willum Þór Þórsson, hv. þm. Karl Garðarsson, hv. þm. Frosti Sigurjónsson, hv. þm. Vigdís Hauksdóttir og hv. þm. Ásmundur Friðriksson — þetta eru stjórnarþingmenn. Er sem sagt formaður þingflokks Framsóknarflokksins að tala um að hann vilji skerða tíma sinna þingmanna til að ræða stærsta málið og okkar tækifæri til að eiga við þá orðastað, eða hvað? Um hvað snýst þetta, virðulegi forseti? Hér eiga allir að hafa tækifæri til að ræða málin og 1. umr. á að fara fram án þess að fólk sé að láta svona um (Gripið fram í: Þetta er 2. umr.) að ljúka einhverju. Við klárum bara 1. umr. (Gripið fram í: Þetta er 2. umr.) og það hafa allir sinn tíma. (Forseti hringir.) Við getum farið að tala um að semja um eitt og annað þegar við erum komin inn í 2. eða 3. umr. Þetta er hins vegar dónaskapur, virðulegur forseti, við þingmenn. (Gripið fram í.) — Fyrsta umferð í 2. umr.