145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[13:14]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er algjörlega sammála því og þakka hv. þingmanni fyrir að bera þetta mál hér upp. Það er alveg rétt að ég gat ekki farið í alla málaflokka í ræðu minni en þetta tel ég einstaklega mikilvægt. Þetta kemur líka aðeins við það sem ég var að tala um, að það verður að hlusta meðal annars á sveitarfélögin þegar þau segja að fjármagnið nægi ekki. Þá verður annaðhvort að rökræða þá yfirlýsingu eða gera eitthvað í því. Ég held að flestir sjái að þetta er rétt, að það þarf meiri pening í málaflokkinn. Það er augljóst að það var farið af stað með of lítið fé til sveitarfélaganna við yfirfærsluna. Mér finnst mjög mikilvægt að gera þá kröfu að það sé settlað við afgreiðslu fjárlaga.

Svo hvet ég til þess að menn taki ekki alltaf NPA út fyrir sviga í þessu. NPA er bara eitt úrræði, mjög hagstætt úrræði í raun og veru. Það er miklu ódýrara en (Forseti hringir.) sambærileg úrræði í búsetukjörnum og miklu betra þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf og það á bara að vera í þessum pakka, fjármagnað eins og annað.