145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

hagsmunatengsl forsætisráðherra.

[15:37]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti taldi sig hafa svarað þessari spurningu nokkuð skýrt með neii og er mætavel ljóst að hv. þingmaður er að vísa í fréttir sem lúta að fjármálum eiginkonu forsætisráðherra og telur þetta í hæsta máta mjög óviðurkvæmilegt og hafnar þess vegna algjörlega þessari beiðni. Forseti vekur athygli á því að meðal annars í hagsmunaskráningu Alþingis er kveðið mjög skýrt á um að upplýsingar um fjármál maka þingmanna eiga ekki erindi þar. Hann harmar þessa uppákomu.