145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:53]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Ég greiði atkvæði með breytingartillögunum. Ég er með fyrirvara í nefndarálitinu sem er sá sami og aðrir eru með og varðar heildarsamhengi frumvarpsins. Ég fagna sérstaklega breytingartillögunum sem komu til milli 2. og 3. umr. Í heildarfrumvarpinu er ýmislegt gott en það er ýmislegt sem er ekki svo gott svo ég sit hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið í heild.

Ég vil líka nýta tækifærið og þakka hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur sérstaklega fyrir nefndarstarfið í þessu máli. Það var mjög gott og ég tel þetta prýðilegt dæmi um það þegar þinginu tekst vel að starfa saman þrátt fyrir að við höfum oft ólíka sýn á einstaka efnisatriði.