145. löggjafarþing — 105. fundur,  2. maí 2016.

fjölgun vistvænna bifreiða.

[15:23]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég hef litlu við þetta að bæta öðru en því að mér finnst rétt að stjórnvöld séu fyrst og fremst í að örva fólk til dáða. Maður á að leggja enn þá meiri áherslu á það fremur en að ríkið sé að framkvæma allt.

En það er líka unnið hörðum höndum varðandi þetta í sjávarútveginum og þar á lofti eru ýmis góð teikn. Það er verið að skoða hvernig hægt sé að rafvæða hann líka, ekki síst hafnirnar. Það kostar reyndar heilmikið en það er unnið mjög mikið að sjálfbærri nýtingu og vernd hafsins.

Ég vil benda á að á Þingvöllum er einmitt verið að koma upp rafhleðslustöð á kostnað okkar í þjóðgarðinum. Við erum þar að stíga ákveðið skref. Ég vona að aðrir sigli í kjölfarið og komi upp hleðslustöðvum. Það örvar fólk líka til að kaupa sér rafbíla þegar það veit að það getur ferðast um allt land og (Forseti hringir.) fengið hleðslu hvar sem er.