145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

almennar félagsíbúðir.

435. mál
[11:16]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem nú er að verða að lögum bætir úr mjög brýnni þörf en við hefðum viljað sjá það koma fram miklu fyrr. Við fögnum þeirri samstöðu sem hefur náðst í nefndinni, ég vil sérstaklega hrósa hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur fyrir að hafa leitt málið farsællega áfram á vettvangi nefndarinnar og hæstv. ráðherra fyrir framlagningu þess hér. Það eru mikil tímamót að frumvarpið sé að verða að veruleika og það skiptir mjög miklu máli. Við höfum búið við hörmulegt ástand í húsnæðismálum þeirra sem eru í lægstu tekjuhópunum, allt frá því að verkamannabústaðakerfið var lagt niður og þetta er mikið tímamótaskref sem vonandi mun verða minnst lengi sem jákvæðs skrefs í húsnæðismálum.