146. löggjafarþing — 10. fundur,  21. des. 2016.

veiting ríkisborgararéttar.

28. mál
[20:36]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Þórunn Egilsdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Að þessu sinni bárust nefndinni 56 umsóknir, en við leggjum til að 31 einstaklingi verði veittur ríkisborgararéttur. Liggur sá nafnalisti fyrir.