146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

dráttur á birtingu tveggja skýrslna.

[13:51]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Frú forseti. Við ætlum að ræða á eftir í sérstakri umræðu stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum. Ég get ímyndað mér að það sé margur Bandaríkjamaðurinn sem skammast sín þessa dagana fyrir sína ríkisstjórn. Ég verð að segja eins og er að ég skammast mín líka fyrir ríkisstjórnina hérna heima, mjög mikið. Ég á mjög erfitt með að réttlæta þetta og ræða þetta við fólk erlendis sem bara gapir þegar ég útskýri fyrir því ástandið hérna. Það er brotið á rétti trekk í trekk og allt heldur bara áfram. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, ég veit það ekki, en við þurfum að fara að spyrja okkur hvort þetta eigi að vera svona áfram. Mér finnst þetta ekki hægt.