146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

raforkukostnaður garðyrkjubænda.

[10:59]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Ég ætla að þakka brýninguna og ítreka það sem ég sagði. Auðvitað verður maður að hafa í huga að niðurgreiðslan er mjög veruleg. En ég mun ekki standa í vegi fyrir því ef eitthvað er hægt að gera. Vonandi er þá annaðhvort hægt að ljúka vinnunni eða alla vega taka ákvörðun. Það er fátt meira þreytandi fyrir einstaklinga sem eru að reyna að spreyta sig í verðmætasköpun að einhverjar hindranir séu fastar í nefnd. Þá er stundum betra að fá svar. Ég mun taka þetta til skoðunar og hef á þessu áhuga og vona að ég muni geta beitt mér að góðu einu.