146. löggjafarþing — 25. fundur,  6. feb. 2017.

breytingar á Dyflinnarreglugerðinni.

[15:17]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið en óska eftir nánari svörum. Er hæstv. ráðherra andvígur aukinni samábyrgð Evrópulanda í hælisleitendamálum og þá sérstaklega Íslands? Hyggst ráðherra beita sér gegn því að hælisleitendum sé vísað úr landi, einkum til Ítalíu og Grikklands? Þá á ég helst við viðkvæma hópa eins og t.d. samkynhneigða hælisleitendur eða börn og aðra hópa sem hafa verið skilgreindir sem viðkvæmir hópar, bæði samkvæmt útlendingalögum og einnig tilskipunum og tilmælum Alþjóðaflóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hvað er það nákvæmlega sem ráðherra telur að feli í sér grundvallarbreytingu á Schengen-samstarfinu? Hvað er það nákvæmlega í tillögum Evrópusambandsins eða í þessu veseni með Dyflinnarreglugerðina sem ráðherra telur fela í sér grundvallarbreytingu? Ég er forvitin um það.