146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.

111. mál
[15:17]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði vissulega að ég byggist við að kostnaðurinn yrði lítill vegna þess að það falla engin fyrirtæki undir þetta núna. En það má benda á að auðvitað er almenn heimild til gjaldtöku af eftirlitsskyldum aðilum og þeirri heimild hefur verið beitt af Alþingi þegar kostnaður við rekstur Fjármálaeftirlitsins hefur aukist, nú síðast í desember sl. við afgreiðslu bandorms frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Ég reikna með að það verði gert með svipuðum hætti áfram ef viðbótarkostnaður fellur til.