146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[15:49]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, það er alveg rétt, ég leggst almennt gegn kynjakvótum. Ég ætla ekki að tjá mig um það, hef ekki fylgst með því, en ég trúi því ef hv. þingmaður nefnir það að þessir örfáu varadómarar sem voru skipaðir hafi allir verið karlar. Nú veit ég ekki um hversu marga er að ræða í þessu tilviki, en ég hef engar áhyggjur af öðru en að konum fjölgi í dómarastétt. Það hefur sýnt sig við héraðsdómstólana. Það segir sig bara sjálft að þegar í lagadeildum eru orðin helmingaskipti núna milli kynjanna þá gerist þetta með eðlilegum hætti. Ég tel enga þörf á að grípa inn í með einhverjum sértækum aðgerðum að þessu leyti.