146. löggjafarþing — 29. fundur,  21. feb. 2017.

brottvísun bresks ríkisborgara á leið til Bandaríkjanna.

[14:05]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S):

Virðulegur forseti. Ég hjó eftir þessum fréttum. Mér er hins vegar ekki kunnugt um hverju þessi afgreiðsla sætir. Hefði ég vitað af þessari fyrirspurn hefði ég mögulega verið búin að grafast fyrir um það. En dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og hefur svo sem ekki verið óskað eftir því, enda sýnist mér ekki að það sé endilega víst að málið heyri undir íslensk stjórnvöld. En það er væntanlega verið að kanna það, mögulega í einhverju samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í öllu falli heyrir þetta undir bresk stjórnvöld og samskipti þeirra við bandaríska utanríkisráðuneytið í Bretlandi.