146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

þátttaka stjórnarflokka í sérstökum umræðum.

[15:21]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Forseti vill upplýsa að í því mikla upphafsbanki sem var við upphaf þingfundar og undir fyrri ræðu þingmannsins undir liðnum um fundarstjórn forseta náði forseti ekki nema annarri fyrirspurninni. Það var spurt hvort ráðherra hefði haft samband við forseta Alþingis til að kalla þing saman meðan á kjördæmaviku stóð en ráðherra hafði ekki samband við forseta þingsins. Forseti þingsins hefur auk þess engin „missed calls“ [Hlátur í þingsal.] í síma sínum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.