146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

tilkynning.

[19:42]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi dagskrártillaga og eftirfarandi bréf:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi:

1. Óundirbúnar fyrirspurnir.

2. Kjararáð (lækkun launa til samræmis við launaþróun frá 2013) – frv. (JÞÓ), 189. mál, þskj. 260. – 1. umr. Ef leyft verður.

Ásamt öðrum dagskrármálum sem forseti Alþingis leggur til.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf rita Jón Þór Ólafsson, Gunnar I. Guðmundsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Halldóra Mogensen og Einar Brynjólfsson.

Þessi tillaga verður borin upp til atkvæða í upphafi næsta þingfundar.