146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

dagskrá næsta fundar.

[10:39]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Um þessa atkvæðagreiðslu er það að segja að þingflokkur Viðreisnar mun ekki styðja málið. Ég eins og aðrir formenn flokkanna studdi að málið færi í ákveðinn farveg. Við skrifuðum forsætisnefnd Alþingis og óskuðum eftir því að hún breytti viðmiðunargreiðslum. Hér er málið hins vegar tekið upp í mikilli skyndingu. Við skulum ekki gleyma því að það eru fjórir mánuðir frá því úrskurður kjararáðs féll. Það er algjör fyrirsláttur að tala um að einhverjar nýjar upplýsingar séu að koma fram núna. Við höfum vitað um úrskurðinn og við sjáum engar forsendur til þess að menn taki þetta mál upp núna með skyndingu til að reyna að berja sér á brjóst.