146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[14:55]
Horfa

Flm. (Teitur Björn Einarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fór yfir það í framsögu minni áðan að það er alveg öruggt, alveg mögulega, örugglega mögulega, að aðgengi að áfengi muni aukast verði þetta frumvarp að lögum. Það er samt ekkert hægt að segja til um það með neinni vissu. Það kann að vera að áfengisneysla aukist. Er það endilega í tengslum við þetta frumvarp? Er það aukinn kaupmáttur eða fjölgun ferðamanna? Eða hvað er það (KÓP: Segir hér að það sé …) sem leiðir til þess?

Varðandi atriði sem snýr að lýðheilsusjónarmiðum, þessi breyting þar sem við fimmföldum framlög í lýðheilsusjóð — fimmföldum framlög í lýðheilsusjóð — (Gripið fram í.) til þess að sporna gegn skaðlegri neyslu áfengis, (Gripið fram í.) virk meðferðarúrræði (Gripið fram í.)(Gripið fram í: Segir í frumvarpinu.) forvarnir og fræðsla. Ég skil málflutning hv. þingmanns þannig að hann sé ekki mótfallinn þessu. Því er eðlilegt (Gripið fram í.) að við förum í þessa ráðstöfun (Forseti hringir.) og … (Gripið fram í: Til hvers?) — Við höfum skoðun á því, fylgjumst með því, hvernig (Forseti hringir.) málinu vindur fram.