146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[19:16]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Kærar þakkir fyrir svarið, hv. þm. Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Nú langar mig að vinda mér að öðru atriði. Í dag sjáum við helstu og stærstu verslanirnar okkar mannaðar ungmennum, börnum sem eru mikið til, ef ég horfi bara á mitt samfélag, í námi í 9. og 10. bekk afgreiða á kössum. Maður sér mikið handapat þegar einhver kemur t.d. til að kaupa sér tóbak. Þá hleypur einhver ein manneskja á milli kassanna sem hefur aldur til þess að afgreiða umrædda vöru, til þess að börn geti selt vöruna, eða réttara sagt til að fólkið keypt hana. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi því velt fyrir sér. Stundum segja flutningsmenn að þetta eigi ekki að auka aðgengi að áfengi en í öðrum ræðum hafa þeir sagt að þetta muni auka aðgengi.

Hefur hv. þingmaður velt fyrir sér hvernig verslunin muni bregðast við þessu? Hvað verður um störf þessara ungmenna? Þau eru mörg hver að reyna að bjarga sér, koma kannski frá efnaminni fjölskyldum og þurfa að vinna með skóla til þess að geta veitt sér ýmsa hluti. Hefur hv. þingmaður velt fyrir sér hvort verslunin muni þurfa jafnvel að segja upp þessum börnum eða hvernig búðin eða verslunin eigi að geta verið með aðgangsstýringu að áfenginu með meginþorra starfsfólksins á grunnskólaaldri?