146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[12:12]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni andsvarið og þá lexíu að gera þetta aldrei aftur, þ.e. að sjá fyrir spurningar — þá bætast aðrar við. Mig langar aðeins að árétta að það hefur komið fram í erindum og orðum fulltrúa minni hlutans að eiginlega er um tvennt að ræða, eins og ég skil þetta. Annars vegar er verið að mælast til þess að inn í lögin sé sett áminning um að viðkomandi ráðherra fari að lögum og hins vegar er talað um að þrengja þennan sveigjanleika sem hann hefur, sem er ívið stærra mál. Það er rétt skilið hjá mér, held ég.

En seinni spurningin er sú að nýti hann sér ekki sveigjanleikann og verði ekki farið að lögum, hvað ég muni gera þá. Ég hef alla tíð tamið mér að vera ekki að festa mig niður í fyrir fram ákveðin loforð um gefnar aðstæður en ég treysti mér þó algerlega til að fullyrða að verði ég sem þingmaður í þeirri stöðu að gera athugasemdir við ráðamenn sem fara ekki að lögum mun ég nýta mér það. Ég vona að þetta svari spurningunni.