146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

áfengisfrumvarp.

160. mál
[17:15]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessa góðu umræðu en velti því fyrir mér þegar menn fara í tengslum við þessi mál alltaf að hafa þær væntingar að ráðherra eigi að taka afstöðu með þeim undirstofnunum sem undir hann heyra og því starfsfólki sem heyrir óbeint undir ráðuneyti hans.

Ráðherra er í þessu máli einnig þingmaður og er bundinn af eigin sannfæringu. Ég treysti því að ráðherra muni taka afstöðu út frá þeim sjónarhóli. Þannig er eðli stjórnskipunar okkar, það er þessi salur hér sem tekur ákvörðun um hvernig lög í landinu eiga að vera og síðan er það viðkomandi ráðherra að fara eftir þeim lögum. Um leið og ég fagna innleggi ráðherrans í þessa umræðu sem og þessari umræðu allri vil ég samt að menn hafi þetta í huga.