146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef sveitarfélagið innheimtir ekki hámarksútsvar eða gjöld að öðru leyti, getur það þá fengið úthlutun úr jöfnunarsjóði? Það gæti annars útvegað sér aukatekjur til framkvæmda eða því um líks eftir öðrum leiðum. Hvernig á þetta við um lágmarksþrep annarra tegunda gjalda, eins og t.d. fasteignagjalda? Viðkomandi sveitarfélag er t.d. í hámarki í fasteignagjöldum en vill lækka tekjustofnsútgjöldin. Af hverju þarf að fjarlægja gólfið á tekjuútsvarinu þegar það eru aðrar leiðir til að minnka álögur á íbúana, t.d. með lægri fasteignaskatti? (Forseti hringir.) Fólk borgar að sjálfsögðu fasteignaskatt af húsunum sínum líka.