146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

viðvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:10]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Frú forseti. Ég get ekki ímyndað mér þær áhyggjur og vanmátt sem fólk sem býr á svæðinu í kringum United Silicon verksmiðjuna hlýtur að upplifa. Það er sinnuleysi ráðherra og dómgreindarleysi að vera ekki mætt til að útskýra fyrir þjóðinni hver aðgerðaáætlun hennar er í þessu máli. Ég bið forseta vinsamlegast, eins og kollegar mínir hafa gert hér, að útskýra fjarveru ráðherra á þessum mikilvæga tíma.